Pep Guardiola, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann hafi ekki hugmynd um hvaðan sögusagnirnar um að hann sé að taka við enska landsliðinu hafi komið frá.
Guardiola hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Englandi en Gareth Southgate ákvað að stíga til hliðar eftir EM í sumar.
Spánverjinn veit ekki hvaðan þessar sögusagnir komu og segist vera ekkert nema ánægður hjá Englandsmeisturunum.
,,Ég er bara hérna, ég er ánægður og get ekki tjáð mig um mikið meira,“ sagði Guardiola.
,,Ég veit ekki hvaðan þessir orðrómar komu en ég er afskaplega ánægður í mínu starfi og við sjáum svo hvað gerist.“
,,Ég bíð spenntur eftir því að leikmenn snúi aftur úr sumarfríi svo við getum byrjað að æfa og gert það sem við höfum gert.“