Neil Lennon, fyrrum landsliðsmaður Skotlands sem og landsliðsþjálfari landsins, hefur verið í umræðunni undanfarið.
Lennon er ásakaður um að hafa pissað á æfingavöll Rapid Bucharest en hann er þjálfari félagsins.
Lennon hefur starfað í Rúmeníu undanfarna þrjá mánuði en hann var ráðinn til starfa í maí á þessu ári.
Fjölmiðlar í Rúmeníu fjalla um að Lennon hafi farið vel yfir strikið og segja að hann hafi pissað á æfingavöll liðsins en birta þó ekki myndband af atvikinu.
Rapid hefur komið stjóra sínum til varnar og segir að það sé engin sönnun fyrir því að Skotinn hafi gerst sekur um slíkt athæfi.
Rapid vill meina að fjölmiðlar séu að reyna að snúa fólki gegn sér en tímabilið í Rúmeníu er nýlega hafið og eru þrjár umferðir búnar.