fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Metur möguleika Íslands góða gegn ógnarsterku liði – „Það væri algjör draumur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Antonsdóttir landsliðskona telur Ísland eiga fína möguleika gegn Þýskalandi í undankeppni EM á föstudag. Sigur tryggir Stelpunum okkar sæti á EM.

„Hann leggst mjög vel í mig. Það er góð stemning í hópnum og við hlökkum til að takast á við þær,“ sagði Hildur við 433.is fyrir æfingu Íslands á Laugardalsvelli í dag.

Sem fyrr segir mætir Ísland Þjóðverjum á föstudag en á þriðjudag heimsækir liðið Pólland. Með sigri í öðrum af þessum leikjum er EM sætið tryggt.

„Það væri algjör draumur að tryggja þetta sæti fyrir framan áhorfendur á Íslandi. Vonandi gengur það eftir,“ sagði Hildur.

video
play-sharp-fill

Ísland mætti Þýskalandi ytra fyrr í keppninni og tapaði 3-1 þrátt fyrir ágætis leik. Liðið getur tekið eitt og annað úr þeim leik að sögn Hildar.

„Ég met möguleika okkar bara góða. Við förum í þennan leik til að vinna. Við vitum hvað við getum nýtt okkur og hvernig við eigum að verjast á móti þeim. Ég held við eigum alveg góða möguleika.

Það gekk vel fyrstu 30 mínúturnar á móti þeim úti og svo fengum við þrjú auðveld mörk á okkur. Við þurfum bara að halda fókus allan leikinn og þá ættum við að geta komið í veg fyrir að þær setji á okkur.“

Eins og gefur að skilja er þýska liðið ógnarsterkt og margt sem ber að varast.

„Þær eru með mjög sterka og hreyfanlega framlínu. Það er mikilvægt að við höldum okkur þéttum og í fullum fókus allan tímann. Ef maður gleymir sér í eina sekúndu er einhver búinn að taka hlaup inn fyrir,“ sagði Hildur.

Hildur var svo spurð út í framtíð sína í félagsliðaboltanum en hún er samningslaus hjá hollenska liðinu Fortuna Sittard. Hún er í leit að nýju félagi.

„Já, það er eitthvað en nú er ég að einbeita mér að landsliðinu,“ sagði Hildur.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
Hide picture