fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
433Sport

Hrósar yngri leikmönnum – „Ánægð með þær innan og utan vallar“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Arnardóttir landsliðskona gerir ráð fyrir hörkuleik gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudag. Sigur í leiknum gulltryggir sæti á EM næsta sumar.

„Þetta verður hörkuleikur. Við erum búnar að spila mikið við þær undanfarið svo við erum farnar að þekkja þær ágætlega og fara vel yfir þær. Þetta er rosalega sterkt lið og við þurfum að eiga toppdag til að fá eitthvað út úr leiknum,“ sagði Guðrún við 433.is í dag.

video
play-sharp-fill

Leik liðanna ytra lauk með 3-1 sigri Þýskalands en Ísland átti fínasta leik. Stelpurnar okkar hafa lært vel af leikjunum við Þjóðverja undanfarið.

„Varnarlega þurfum við að loka á þær. Þær skora mikið af mörkum, eru með sterka leikmenn og vilja vera svolítið agressífar fram á við, koma með krossa og svona. Við verðum að vera sterkar í boxinu. Svo þurfum við að finna svæðin til að koma okkur framar. Leikurinn er spilaður á öllum vellinum og við þurfum að gera vel.“

Sem fyrr segir tryggir sigur á föstudag sætið á EM. Takist það ekki fær íslenska liðið annan séns á að tryggja sætið gegn Pólverjum ytra á þriðjudag.

„Við erum á heimavelli og erum að spila á móti Þýskalandi. Það væri ótrúlega sætt að gera það á móti þeim,“ sagði Guðrún.

Töluverð kynslóðaskipti hafa orðið á íslenska liðinu á undanförnum árum en nú virðist allt vera að smella saman.

„Við erum að komast meira inn í þetta allar saman. Það fór auðvitað gríðarleg reynsla úr liðinu á síðustu árum en það hafa komið mikil gæði sömuleiðis inn með ungu stelpunum. Ég er ótrúlega ánægð með hvernig þær eru að koma inn bæði innan og utan vallar.“

Nánar er rætt við Guðrúnu í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sonur Pálma í hópnum í kvöld

Sonur Pálma í hópnum í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Loksins mættur aftur en úrið vakti langmesta athygli: Ákvað að mæta almennilega til leiks – Kostar 80 milljónir

Loksins mættur aftur en úrið vakti langmesta athygli: Ákvað að mæta almennilega til leiks – Kostar 80 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðreynd sem kom mörgum á óvart – Er óvænt einn fjórði Japani

Staðreynd sem kom mörgum á óvart – Er óvænt einn fjórði Japani
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag virðist vera búinn að fyrirgefa leikmanni United – ,,Gríðarlega góður leikmaður“

Ten Hag virðist vera búinn að fyrirgefa leikmanni United – ,,Gríðarlega góður leikmaður“
433Sport
Í gær

Setti fótinn niður aðeins 11 ára gamall og neitaði að taka þátt – ,,Ég er hættur, ég vil verða atvinnumaður í fótbolta“

Setti fótinn niður aðeins 11 ára gamall og neitaði að taka þátt – ,,Ég er hættur, ég vil verða atvinnumaður í fótbolta“
433Sport
Í gær

Virðist vera alveg sama um gagnrýni vikunnar: Var kölluð rassakonan og nýtti það til fulls – Sjáðu myndbandið umtalaða

Virðist vera alveg sama um gagnrýni vikunnar: Var kölluð rassakonan og nýtti það til fulls – Sjáðu myndbandið umtalaða
433Sport
Í gær

Besta deild kvenna: Valur og Blikar unnu – Þróttur komið í sjötta sætið

Besta deild kvenna: Valur og Blikar unnu – Þróttur komið í sjötta sætið
433Sport
Í gær

Liverpool strax búið að tapa undir Slot – Sjáðu stórbrotið sigurmark

Liverpool strax búið að tapa undir Slot – Sjáðu stórbrotið sigurmark
Hide picture