fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir tap í Hollandi – Jón Dagur bestur Strákanna okkar

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 10. júní 2024 20:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn því hollenska í vináttuleik í kvöld. Hér neðar eru einkunnir leikmanna Íslands úr leiknum.

Frammistaða íslenska liðsins í kvöld var fín en Hollendingar reyndust of stór biti.

Xavi Simons kom heimamönnum yfir á 23. mínútu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Hollenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn svo af krafti og á 49. mínútu tvöfaldaði Virgil van Dijk forystu þeirra.

Í kjölfarið var leikurinn afar rólegur en Donyell Malen skoraði hins vegar fjórða mark Hollands á 79. mínútu. Wout Weghorst innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands í blálokin.

Þetta var síðasti landsleikur Hollands fyrir EM í Þýskalandi, en íslenska liðið er komið í frí eftir fínasta landsleikjaglugga, þar sem sigur á Englandi stendur án nokkurs vafa upp úr.

Hákon Rafn Valdimarsson – 6
Gat lítið gert í mörkum Hollendinga. Var þess utan heilt yfir öruggur í sínum aðgerðum.

Bjarki Steinn Bjarkason – 6
Fín frammistaða hjá Bjarka, sérstaklega fram á við og getur hann verið nokkuð sáttur með þennan landsliðsglugga. Klárlega möguleiki í hægri bakvarðastöðuna þegar við h0rfum fram veginn.

Sverrir Ingi Ingason (84′) – 5
Oft á tíðum of auðvelt fyrir sóknarmenn Hollands í kvöld.

Valgeir Lunddal Friðriksson – 5
Oft á tíðum of auðvelt fyrir sóknarmenn Hollands í kvöld.

Kolbeinn Birgir Finnsson – 5
Átti í töluverðu brasi með Denzel Dumfries í leiknum og missti hann til að mynda aftur fyrir sig í fyrsta marki Hollands.

Mikael Neville Anderson (62′) – 6
Ekki mjög áberandi í leiknum en vantaði ekki upp á vinnusemi og baráttu.

Jóhann Berg Guðmundsson – 6
Lítið upp á fyrirliðann að klaga í leiknum.

Arnór Ingvi Traustason (46′) – 6
Gerði sitt, eins og hann hefur gert í undanförnum leikjum, áður en hann fór af velli.

Jón Dagur Þorsteinsson (62′) – 7 – Maður leiksins
Líflegastur í íslenska liðinu fram á við og vann mjög vel til baka. Endalaust að böggast í andstæðingnum, gaman að því.

Hákon Arnar Haraldsson (84′)- 7
Hæfileikaríkasti leikmaður liðsins. Er um allan völl að reyna að búa eitthvað til.

Andri Lucas Guðjohnsen – 5
Hafði úr fremur litlu að moða en kom samt sem áður ekki nógu mikið út úr honum. Allavega eitt tilfelli þar sem hann hefði þurft að vera betur staðsettur eftir átlitlega sókn Íslands.

Varamenn
Stefán Teitur Þórðarson (46′) – 7
Ísak Bergmann Jóhannesson (62′) – 5
Arnór Sigurðsson (62′) – 5

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Adam um vafaatriði í stórleiknum: „Ég ætla ekki að fara að stuða menn hérna“

Adam um vafaatriði í stórleiknum: „Ég ætla ekki að fara að stuða menn hérna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi ekki með Val í dag

Gylfi ekki með Val í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vinur Alberts hefur heyrt þetta um framtíð hans – Telur að hann segi takk en nei takk

Vinur Alberts hefur heyrt þetta um framtíð hans – Telur að hann segi takk en nei takk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United gæti unnið með Jóhanni Berg

Goðsögn Manchester United gæti unnið með Jóhanni Berg
433Sport
Í gær

Tvö lið hafa áhuga á að kaupa ungan miðjumann Arsenal

Tvö lið hafa áhuga á að kaupa ungan miðjumann Arsenal
433Sport
Í gær

Slitnaði upp úr viðræðum í Sádí sem voru langt komnar

Slitnaði upp úr viðræðum í Sádí sem voru langt komnar