fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Tómas Þór segir frá manni sem hikar ekki við að smúla stórstjörnur sem fara inn á svæði hans – „Allir í frökkum sem kosta meira en bílarnir okkar“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum var mættur á Ethiad völlinn á páskadag þar sem stórleikur Manchester City og Arsenal fór fram.

Tómas stýrði þar útsendingu fyrir og eftir leik eins og herforingi en úrslitin í leiknum voru vonbrigði fyrir alla þá sem horfðu á leikinn, markalaust jafntefli þar sem ekkert var að frétta.

Tómas ræddi þessa för sína og hvernig það er að starfa á Ethiad vellinum en Tómas hefur heimsótt flesta velli Englands undanfarin ár. „Þetta var bara rosa kósý, það gekk allt upp,“ sagði Tómas Þór í hlaðvarpi Fótbolta.net.

Tómas segir að vallarstjórinn á Ethiad sé hins vegar allt annað en vinalegur.

„Vallarstjórinn á Ethiad á við vandamál að stríða, fyrir utan hliðarlínuna koma 40 cm af grasi áður en gervigrasið byrjar. Við megum standa á gervigrasinu, það á að virða reglur.“

„Ef þú stígur inn á það og ert aðeins of lengi þá kveikir hann á sprinklerunum, við fórum í byrjun árs á City á móti Liverpool. Við vorum að stilla okkur upp þegar það kemur maður sem er starfsmaður City sem sagði að það væri mættur nýr vallarstjóri og sá hefði lofað því að setja sprinklerana í gang,“ sagði Tómas sem var nú varla að trúa þessu.

En skömmu síðar var franska sjónvarpið í útsendingu þegar allt fór á fullt. „Í þeim leik var Canal Plús sem er alltaf með marga á vellinum og eru mikið að mæta á leiki, þar var Robert Pires meðal annars. Þeir bökkuðu aðeins of langt í upphitun sinni og þá bara sturtaði hann yfir þá. Robert Pires sturlaðist, allir í frökkum sem sem kosta meira en bílarnir okkar. Þeir eru með græjur sem kosta fleiri tugi milljóna.“

Sömu mistök voru gerð um helgina. „Við vorum búin í útsendingu og þá steig einhver inn og hann setti allt af stað og fór yfir græjurnar okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi