fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Meistaradeildin: PSG og Dortmund sneru taflinu við og mætast í undanúrslitum

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 21:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain og Dortmund mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta varð ljóst eftir að liðin slógu út andstæðinga sína, Barcelona og Atletico Madrid, í kvöld.

PSG hafði tapað fyrri leiknum gegn Barcelona heima 2-3 og Dortmund tapaði 2-1 á útivelli gegn Atletico.

Á Ólympíuleikvanginum í Barcelona byrjuðu heimamenn betur gegn PSG og kom Raphinha þeim yfir eftir frábæran undirbýning Lamine Yamal.

Á 29. mínútu fékk Ronald Araujo, varnarmaður Börsunga, hins vegar rautt spjald og við það breyttist leikurinn. Ousmane Dembele jafnaði tíu mínútum síðar og staðan í hálfleik var 1-1.

Snemma í seinni hálfleik kom Vitinha PSG yfir og staðan jöfn samanlagt. Xavi, stjóri Barcelona, fékk rautt spjald og var sendur upp í stúku á 57. mínútu og skömmu síðar fékk PSG víti eftir afar klaufalegt brot Joao Cancelo innan teigs. Kylian Mbappe fór á punktinn og skoraði.

Barcelona sótti þá í sig veðrið og leitaði að marki til að jafna einvígið. Þá skoraði Mbappe hins vegar sitt annað mark hinum megin á 89. mínútu. Lokatölur 1-4 og samanlagt 6-4 fyrir PSG.

Það var fagnað í Dortmund. Getty Images

Það var markaveisla þegar Dortmund tók á móti Atletico Madrid. Julian Brandt kom heimamönnum yfir á 34. mínútu og fimm mínútum síðar kom Ian Maatsen þeim í 2-0. Þannig var staðan í hálfleik.

Atletico minnkaði muninn strax í upphafi seinni hálfleiks með sjálfsmarki Mats Hummels og staðan samanlagt orðin jöfn. Angel Correa skoraði svo annað mark Atletico á 64. mínútu.

Dortmund tók hins vegar við sér á ný og á 71. mínútu skoraði Niclas Fullkrug. Marcel Sabitzer skoraði svo sigurmark einvígisins fyrir Dortmund skömmu síðar. Lokatölur í kvöld 4-2 og samanlagt 5-4.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slæm tíðindi fyrir Vestra

Slæm tíðindi fyrir Vestra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Í gær

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Í gær

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið