fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Sá moldríki gerði allt vitlaust og elti starfsmenn inn á skrifstofu: Fjarlægður af öryggisvörðum – ,,Þú sérð þetta sjaldan“

433
Sunnudaginn 3. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er möguleiki á að eiganda Nottingham Forest, Evangelos Marinakis, verði refsað harkalega af enska knattspyrnusambandinu eftir atvik sem átti sér stað í gær.

Um er að ræða moldríkan eiganda sem hefur sett mikla peninga í Forest sem tryggði sér nýlega sæti í efstu deild.

Marinakis var brjálaður eftir leik liðsins við Liverpool í gær en Forest tapaði 1-0 eftir sigurmark gestanna á 99. mínútu.

Eigandinn umdeildi var gríðarlega óánægður með dómgæsluna í leiknum og elti dómara leiksins, Paul Tierney, inn í leikmannagöngin.

Þar þurfti öryggisgæsla að fjarlægja þennan ágæta mann af vettvangi og fékk hann því tíma til að róa sig niður.

,,Þú sérð þetta sjaldan. Marinakis þurfti að vera fjarlægður af öryggisvörðum,“ sagði blaðamaðurinn Rob Schofield sem var staddur á vellinum.

,,Marinakis elti Tierney og Graham Scott inn á þeirra eigin skrifstofu. Hann öskraði: ‘Virðið leikmennina, virðið leikmennina, þetta gerist í hverri viku!’

Forest hefur tjáð sig um málið og segir að Marinakis hafi rætt stuttlega við dómarana og að það hafi verið engin þörf á öryggisgæslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu