fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Ný tegund af viðtölum á RÚV vöktu mikla athygli – „Allir til í þetta hingað“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 3. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er á sínum stað þennan föstudaginn líkt og alltaf. Hörður Magnússon og Edda Sif Pálsdóttir fara yfir allt það helsta.

Hörður er einn dáðasti íþróttalýsandi landsins og Edda Sif er ein af stjörnum RÚV þegar kemur að umfjöllun um íþróttir.

Rætt var um kvennalandsliðið sem tryggði sér áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðdeildarinnar með sigri á Serbíu.

„Edda var úti í Serbíu og ég lýsti fyrri leiknum, mér fannst í báðum leikjunum og sérstaklega úti þar sem Serbar réðu ferðinni frá upphafi til enda. Við erum heppin að hafa komist í gegnum þetta,“ segir Hörður.

video
play-sharp-fill

„Mér finnst við ekki eiga nógu mikið af skapandi leikmönnum, uppspil og miðjuspilað er klossað.“

Edda segir að íslenska liðið þurfi meira en að treysta á Sveindísi Jane Jónsdóttir sem skaut liðinu áfram. „Það er ekki bara nóg að hún sé komin, það þarf meira að gerast í kring. Hún er að koma úr erfiðum meiðslum.“

Athygli vakti að viðtöl við landsliðskonurnar voru nú í hálfleik sem er nýtt. „Það eru allir leikmenn til í þetta, hingað til. Þetta er gert á HM í fótbolta.“

Edda telur að íslenska liðið sé komið langleiðina inn á Evrópumótið. „Í eðlilegum kringumstæðum þá ættum við að vera það, en við höfum dregist aftur úr. Það eru önnur lið að taka fram úr, leiðin er mun greiðari með þessum sigri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir frá atviki á æfingu Vals – „Hvað er þetta?“

Segir frá atviki á æfingu Vals – „Hvað er þetta?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dregið í Bikarnum – Stórleikur á Hlíðarenda og ríkjandi meistarar fengu þægilegan drátt

Dregið í Bikarnum – Stórleikur á Hlíðarenda og ríkjandi meistarar fengu þægilegan drátt
Hide picture