fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ótrúlegt kvöld – Stórkostlegur Albert

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 21:41

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er komið í úrslitaleik um sæti á EM eftir frábæran 1-4 sigur á Ísrael í kvöld. Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.

Meira
Albert Guðmundsson gekk frá Ísrael – Strákarnir okkar komnir í úrslitaleikinn

Hákon Rafn Valdimarsson – 8
Mjög öruggur í sínum aðgerðum og varði nokkrum sinnum vel.

Guðlaugur Victor Pálsson – 6
Ólíkur sjálfum sér á köflum en heilt yfir ágætis leikur.

Sverrir Ingi Ingason – 7
Var í töluverðu brasi eins og aðrir varnarmenn í fyrri hálfleik en spilaði lykilhlutverk í öðru marki Íslands og átti mjög góðan seinni hálfleik.

Daníel Leó Grétarsson – 4
Mun skárri í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn alveg hreint agalegur, gefur víti og gerir mikið af mistökum.

Guðmundur Þórarinsson – 7
Eins og vörn Íslands í heild átti hann erfitt uppdráttar til að byrja með. Skilaði þó að lokum flottu dagsverki.

Willum Þór Willumsson – 5 (46′)
Kom lítið út úr honum áður en honum var skipt af velli í hálfleik.

Hákon Arnar Haraldsson – 7
Vann sig vel inn í leikinn eftir erfiða byrjun.

Arnór Ingvi Traustason – 7 (62′)
Traustur á miðjunni, eins og í undanförnum landsliðsgluggum.

Arnór Sigurðsson – 7 (77′)
Vann vel til baka og átti góða spretti fram á við.

Albert Guðmundsson – 10 Maður leiksins
Alveg stórkostlegur í dag og sýndi að íslenska landsliðið hefur svo sannarlega saknaði hans. Viðloðinn allt gott fram á við. Skoraði stórkostlegt aukaspyrnumark, annað eftir frábært einstaklingsframtak og fullkomnaði svo þrennuna.

Orri Steinn Óskarsson – 6 (62′)
Var vinnusamur en átti klárlega að nýta dauðafæri í fyrri hálfleik.

Varamenn
Mikael Nevilla Anderson – 6
Jón Dagur Þorsteinsson – 6
Ísak Bergmann Jóhannesson – 6
Andri Lucas Guðjohnesn – 6

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi