Logi Tómasson, landsliðsmaður í knattspyrnu og einn vinsælasti tónlistarmaður landsins verður gestur Íþróttavikunnar hér á 433.is í dag. Þátturinn fer í lotið klukkan 17:30.
Í þættinum er alltaf farið yfir langskotið og dauðafærið í samstarfið við Lengjuna. Það er Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins sem smíðar seðlana saman.
Í dauðafærinu eru settir saman leikir sem eru líklegir til þess að ganga en langskotið fer alla leið og fer í eitthvað sem gæti gengið.
Dauðafærið er hér að ofan og langskotið a neðan en taka skal fram að þetta er til gamans gert og fólk skal fara varlega þegar veðmál eru stunduð.