fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Jökull lenti í afar óhugnanlegu atviki – „Veit ekki hvort þú verðir góður eftir sex vikur eða sért að fara að deyja í næstu viku“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. desember 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þrælskemmtilegi markvörður Aftureldingar, Jökull Andrésson, rifjaði upp óhugnanlegt atvik er hann var að stíga sín fyrstu skref á ferlinum í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina.

Jökull var á láni hjá Aftureldingu frá Reading er liðið tryggði sig upp í Bestu deild í haust en gekk svo endanlega í raðir uppeldisfélagsins. Hann var um árabil hjá enska liðinu og oft lánaður út í neðri deildir, þar á meðal til utandeildarliðsins Hungerford. Það var vægast sagt áhugaverð upplifun.

„Við spiluðum bara í halla. Þú þurftir að fara upp brekku til að komast hinum megin á völlinn. Vellirnir voru það lélegir. Þetta var mesti viðbjóður sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ sagði Jökull léttur í bragði í þættinum.

Þá var Jökull heppinn að ekki fór verr eftir atvik í einum leiknum með Hungerford.

„Ég dó næstum því þarna. Ég er núll að grínast. Ég fékk tvo heilahristinga á innan við fimm vikum. Eftir seinni heilahristinginn fór ég í skanna og var kominn með einhverja blóðdropa í heilann. Það var gæi sem hnjáaði mig í hausinn, eða ég skutlaði mér í hnéð á honum til að vera sanngjarn.

Ég fór til heilalæknis og hann segir við mig: „Ég ætla að vera hreinskilinn, ég veit ekki hvort þú verðir góður eftir sex vikur eða bara hvort þú sért að fara að deyja í næstu viku.“ Ég var þarna 17 ára bara: „OK, kúl. Hvað ertu að segja þarna fíflið þitt?“ Þetta var rosalegt og ég tók einmitt einhverja sex vikna pásu,“ sagði Jökull enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“