Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er ekki reiður út í Mykhailo Mudryk, leikmann liðsins, sem sást í Sádi Arabíu nú á dögunum.
Mudryk horfði á bardaga í Sádi á milli Oleksandr Usyk og Tyson Fury sem lauk með sigri þess fyrrnefnda. Usyk er frá Úkraínu líkt og Mudryk.
Vængmaðurinn eldfljóti er mögulega á leið í langt bann frá fótbolta en hann er grunaður um að hafa tekið inn ólögleg efni.
Mudryk hefur misst af síðustu átta leikjum Chelsea en Maresca segir að það hafi verið gott fyrir leikmanninn að fá smá frí á meðan tækifærið gafst.
,,Eins og staðan er þá er gott að hann geti fengið smá frí, fengið frí frá þessari stöðu sem hann er í,“ sagði Maresca.
,,Síðast þegar ég ræddi við hann þá reyndum við öll að styðja við bakið á honum. Nú erum við að bíða.“