Raheem Sterling er ákveðinn í því að vera áfram hjá Arsenal þrátt fyrir að fá afar takmarkaðan spiltíma. Standard segir frá.
Sterling gekk í raðir Arsenal frá Chelsea á láni á lokadegi félagaskiptagluggans, en hann var engan veginn inni í myndinni á Stamford Bridge.
Mínúturnar hafa þó ekki verið margar hjá Arsenal en hann var síðast í byrjunarliði í deildarbikarnum í október. Síðan þá hefur hann spilað alls 23 mínútur undir stjórn Mikel Arteta.
Sterling er hins vegar sagður ákveðinn í að gera sig gildandi í liði Arsenal eftir áramót og verður lánssamningnum samkvæmt því ekki rift í janúar.