fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Freyr látinn fara í Belgíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 18:34

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson hefur verið látinn fara frá Kortrijk í Belgíu. Félagið staðfestir þetta.

Freyr tók við fyrir um ári síðan og bjargað Kortrijk á magnaðan hátt frá falli úr belgísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Gengið undanfarið hefur ekki verið gott og liðið í þriðja neðsta sæti eftir 18 leiki. Einhverjir stuðningsmenn kölluðu eftir höfði Freys sem nú er farinn.

„Kortrijk vill þakka Frey fyrir undanfarið ár og að halda félaginu í efstu deild á magnaðan hátt í vor,“ segir á heimasíðu félagsins. Þar kemur einnig fram að Jonathan Hartmann, aðstoðarmaður Freys, hafi verið látinn fara einnig.

„Þetta er mjög erfið ákvörðun fyrir félagið. Við þökkum Frey og Jonathan fyrir alla vinnuna og mikla fagmennsku,“ segir Pieter Eecloo, yfirmaður knattspyrnumála.

Freyr, eins og Arnar Gunnlaugsson, hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hér heima og spurning hvort þessi tíðindi hafi einhverja þýðingu hvað það varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fleiri mörk í meira en helmingi færri leikjum

Fleiri mörk í meira en helmingi færri leikjum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír í hættu vegna komu Alonso

Þrír í hættu vegna komu Alonso
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðbrögð hans um helgina vöktu athygli – Nú orðaður við United og annað stórlið

Viðbrögð hans um helgina vöktu athygli – Nú orðaður við United og annað stórlið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Í gær

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Í gær

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist