Gabriel Jesus er ekki á förum frá Arsenal í janúar samkvæmt stjóranum Mikel Arteta.
Jesus gekk í raðir Arsenal árið 2022 frá Manchester City og fór vel af stað. Hann hefur hins vegar í raun aldrei náð sér á strik eftir meiðsli sem hann gekk í gegnum eftir aðeins nokkra mánuði með Skyttunum.
Nú hefur töluvert verið rætt og ritað um að dagar Jesus hjá Arsenal gætu verið taldir og hann meðal annars verið orðaður við lið í heimalandinu, Brasilíu.
„Það er ekkert til í þessu. Eins og allir framherjar fer hann í gegnum erfið tímabil en hugarfar hans hefur verið mjög gott. Við munum reyna að hjálpa honum yfir þennan hjalla,“ sagði Arteta hins vegar um málið.