Arsenal er ekki til í að selja varnarmanninn Jakub Kiwior frá sér í janúar. Mirror segir frá.
Hinn 24 ára gamli Kiwior hefur verið orðaður töluvert annað, en hann er ekki fyrsti maður á blað í varnarlínu Arsenal.
Pólverjinn hefur hins vegar byrjað síðustu tvö leiki vegna meiðsla Gabriel og virðist því vera hlutverk fyrir kappann á Emirates.
Nokkur lið í Evrópu vilja fá Kiwior, sem er samningsbundinn Arsenal til 2028, en samkvæmt þessum fréttum taka Skytturnar það ekki í mál að svo stöddu.