fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Mamma 15 ára stráks tjáir sig eftir fréttir gærdagsins: Hafði safnað 2,6 milljónum – Fékk ömurlegar fréttir eftir komuna

433
Sunnudaginn 8. desember 2024 20:30

Stormurinn Darragh gerði mörgum lífið leitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

15 ára strákur varð fyrir miklum vonbrigðum í gær er leik Everton og Liverpool var frestað í ensku úrvalsdeildinni.

Ástæðan var stormurinn Darragh sem lét til sín taka í gær en flauta átti til leiks klukkan 12:30 um hádegi.

Guardian ræddi við strák sem ber nafnið Mackenzie Kinsella en hann er mikill stuðningsmaður Everton og býr í Ástralíu.

Guardian segir að strákurinn hafi eytt öllum peningum sínum í 30 tíma ferðalag sem á að hafa kostað um 2,6 milljónir króna.

Mackenzie hefur verið á Englandi í rúmlega viku en hann sá sína menn vinna 4-0 sigur á Wolves á miðvikudaginn.

Draumurinn var hins vegar að mæta á leikinn við Liverpool sem verður síðasti grannaslagur liðanna á Goodison Park.

Móðir stráksins ræddi við Guardian og tekur fram að hann sé miður sín yfir niðurstöðunni.

,,Hann sagði að það væri hans draumur að mæta á leik Everton og Liverpool á Goodison Park,“ sagði móðirin Rita.

,,Hann safnaði fyrir ferðinni, notaði sparisjóðinn og spurði að lokum hvort hann mætti fara. Ég sagðist ekki geta stöðvað hann ef hann hefði efni á ferðinni.“

Því miður fyrir Mackenzie þá var leiknum frestað og er óvíst hvenær viðureignin mun fara fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Í gær

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til