Ný treyja Sporting í Portúgal er heldur betur að vekja athygli þessa dagana en um er að ræða þriðju treyju félagsins.
Sporting opinberaði treyjuna fyrir almenningi í gær en þar er enginn annar en Cristiano Ronaldo heiðraður.
Ronaldo er fyrrum leikmaður Sporting en hann er talinn vera einn besti leikmaður sögunnar.
Númerið sjö sést framan á þriðju treyju Sporting en það er númer sem Ronaldo hefur borið nánast allan sinn feril.
Sjón er sögu ríkari en þessi treyja hefur fengið afskaplega góð viðbrögð frá knattspyrnuaðdáendum.
There are numbers that leave a 𝐋𝐞𝐠𝐚𝐜𝐲: the next 7️⃣ could be you! 🫵
In honour of @Cristiano, we invite you to wear the third kit of the 24/25 season 👉 https://t.co/eGKodzCm9y pic.twitter.com/Y7fepjWhPi
— Sporting CP English (@SportingCP_en) November 30, 2024