Ruben Amorim var ekki lengi að afreka eitthvað hjá Manchester United sem Erik Ten Hag tókst aldrei.
Amorim sá sína menn vinna 4-0 sigur á Everton í dag sem er stærsti sigur liðsins síðan árið 2021 gegn Leeds.
Ten Hag fékk ansi langan tíma til að sanna sig við stjórnvölin á Old Trafford en stóðst ekki væntingar og var að lokum rekinn.
Amorim byrjar vel en United hefur enn ekki tapað í fyrstu þremur leikjum hans í stjórastólnum.
United byrjaði á að gera jafntefli við Ipswich og í kjölfarið fylgdu sigrar gegn Bodo/Glimt og nú Everton.
Manchester United have won a Premier League game by 4+ goals for the first time since their 5-1 victory over Leeds in August 2021.
They never did it once under Erik ten Hag. 👀 pic.twitter.com/gyHXNkSS1N
— Squawka (@Squawka) December 1, 2024