fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Hjálpuðu ungu íslensku fólki að fá styrki fyrir um 1,4 milljarð á þessu ári

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 13:00

Sveinn Margeir Hauksson fór í skóla í haust í gegnum fyrirtækið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Soccer and Education USA hefur á undanförnum árum hjálpað mikið af íslensku íþróttafólki að komast í nám í Bandaríkjunum.

Nám í Bandaríkjunum er ansi kostnaðarsamt en íþróttafólk fær oftar en ekki styrki fyrir öllu náminu.

Á þessu hefur Soccer and Education USA mikla sérþekkingu og greina frá tölunum í kringum það fyrir árið 2024.

„Nú í haust fóru 73 leikmenn á okkar vegum til Bandaríkjanna á íþróttastyrk. Það verður spennandi að fylgjast með þeim elta draumana, æfa og spila við frábærar aðstæður og ná sér í verðmæta menntun,“ segir á vefsvæði fyrirtækisins.

Upphæðirnar eru í reynd rosalegar. „Heildarupphæð styrkja til leikmanna nemur $9.503.288, eða um 1.365.535.910 íslenskum krónum,“ segir fyrirtækið um málið.

Það eru Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir, fyrrum knattspyrnufólk sem eiga og reka fyrirtækið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“