fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf

433
Laugardaginn 23. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum undrabarnið Causso Darame hefur verið dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi eftir að hafa ráðist á 19 ára gamlan strák.

Darame er nafn sem einhverjir gætu kannast við en hann var hluti af liði Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma en var látinn fara árið 2018.

Darame var talinn mjög efnilegur á táningsaldri en hann spilaði síðast með liði VfR Horst í Þýskalandi og átt einnig dvöl í Portúgal.

Í dag er Darame 25 ára gamall en hann var dæmdur fyrir það að ráðast á 19 ára gamlan strák með hníf sem varð til að hann lamaðist.

Darame stakk ungan mann að nafni Ronnie Evans og stal af honum skartgripum – sá síðarnefndi þarf í dag að notast við hjólastól.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darame er fundinn sekur en hann var dæmdur í 28 mánaða fangelsi snemma á síðasta ári fyrir sölu á eiturlyfjum.

Tekið er fram að Edwards hafi verið nær dauða en lífi eftir árásina sem var framkvæmd með svokölluðum ‘Rambo’ hníf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmenn búast við að þjálfarinn verði rekinn þrátt fyrir úrslit vikunnar

Leikmenn búast við að þjálfarinn verði rekinn þrátt fyrir úrslit vikunnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög hræddur þegar hann heimsótti landið í fyrsta sinn – ,,Ég vissi ekki hvað var í gangi“

Mjög hræddur þegar hann heimsótti landið í fyrsta sinn – ,,Ég vissi ekki hvað var í gangi“
433Sport
Í gær

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United
433Sport
Í gær

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá