Samkvæmt fréttum á Englandi í dag er Arne Slot stjóri Liverpool klár í það að selja báða markverði félagsins næsta sumar.
Um er að ræða Alisson Becker sem hefur reynst Liverpool frábærlega síðustu ár og Caoimhin Kelleher sem er varamarkvörður liðsins.
Liverpool hefur nefnilega fest kaup á Giorgi Mamardashvili frá Valencia.
Mamardashvili skrifaði undir við Liverpool síðasta sumar en tekur þetta tímabil hjá Valencia.
Liverpool fengi mikla fjármuni fyrir Alisson og Kelleher en báðir eru afar öflugir og Chelsea sagt skoða Kelleher.