Samkvæmt fréttum í Napoli er Manchester Untied farið að skoða þann kosta að sækja Victor Osimhen framherja Napoli.
Calcio Napoli segir að United hafi áhuga og vilji reyna að nota Joshua Zirkzee sem hluta af kaupverðinu.
Það er allt í frosti á milli Osimhen og Napoli og var framherijnn lánaður til Galatasaray í ágúst.
Framherjinn vill hins vegar komast til Englands samkvæmt frétt Calcio Napoli.
Zirkzee kom til United í sumar og hefur ekki fundið taktinn, hann átti hins vegar frábæra tíma á Ítalíu hjá Bologna.