Arsenal hefur áhuga á því að fá Raphinha kantmann Barcelona og er félagið sagt tilbúið að bjóða 75 milljónir punda.
Fichajes á Spáni segir frá þessu en hann hefur svo sannarlega verið besti leikmaður Börsunga á tímabilinu.
Barcelona hafði áhuga á að selja Raphinha í sumar en ekkert gerðist.
Raphinha er 27 ára gamall en spænski miðilinn segir að Barcelona vilji fá 83 milljónir punda.
Raphinha var áður hjá Leeds en hann hefur svo sannarlega verið öflugur síðustu mánuði.