fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Íhugar að leggja skóna á hilluna eftir að hafa spilað 23 mínútur

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mats Hummels er að íhuga það að leggja skóna á hilluna eftir mjög erfiðan tíma hjá Roma á Ítalíu.

Sky Sports greinir frá en þar er greint frá því að ef ekkert gott tilboð komi á borðið þá ætli Þjóðverjinn að kalla þetta gott.

Um er að ræða reynslumikinn varnarmann sem hefur aðeins spilað 23 mínútur í deildinni á þessu tímabili.

Ivan Juric vildi lítið nota Hummels í öftustu línu en það gæti hins vegar breyst eftir komu Claudio Ranieri sem er nú tekinn við félaginu.

Hummels ætlar að skoða möguleika sína í janúar en hallast að því að leggja skóna á hilluna frekar en að finna sér nýtt félag.

Þjóðverjinn er 35 ára gamall og gerði garðinn frægan með bæði Borussia Dortmund og Bayern Munchen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman