Svo virðist sem forráðamenn Real Madrid ætli sér helst bara að fá leikmenn frítt næsta sumar ef marka má frétt AS Á Spáni í dag.
Félagið virðist nokkuð stórhuga en efstur á blaði er Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool.
Real vill líka sækja Jonathan Tah miðvörð Bayer Leverkusen næsta sumar en hann er að verða samningslaus.
Sömu sögu er að segja um Alphonso Davies bakvörð FC Bayern sem fer líklega frítt frá Bayern næsta sumar.
AS segir svo að Real Madrid vilji kaupa Florian Wirtz miðjumann Leverkusen næsta sumar en hann er eftirsóttur biti.