fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Var nánast búinn að semja við United áður en Ten Hag fékk traustið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel var nálægt því að taka við liði Manchester United á árinu en þetta segir umboðsmaðurinn Pini Zahavi.

Tuchel hefur lengi verið einn þekktasti stjórinn í bransanum en hefur samþykkt að taka við enska landsliðinu.

Samkvæmt Zahavi þá var Tuchel í viðræðum við United í sumar áður en félagið ákvað að gefa Erik ten Hag meiri tíma.

Það gekk ekki upp að lokum en Ten Hag var rekinn frá United á dögunum og var Ruben Amorim ráðinn til starfa.

Það var ekki möguleiki fyrir United að ræða við Tuchel á nýjan leik þar sem Þjóðverjinn hafði samið við enska sambandið.

Zahavi fullyrðir að Tuchel hafi verið nálægt því að krota undir á Old Trafford og er á því máli að hann hafi gert mistök með því að bíða ekki örlítið lengur.

,,Ef ég væri Thomas þá hefði ég samið við Manchester United,“ sagði Zahavi um stöðuna.

,,Hann fékk tækifærið. Allt var nálægt því að vera klappað og klárt. Í fótboltanum í dag þá þarftu að vera klár og hann þarf að læra það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun