fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hafnaði því að fá glæsibýli í hendurnar og kýs að borga 200 þúsund fyrir hverja nótt – Sama máltíðin á hverju kvöldi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir sem vita það að Jose Mourinho hafnaði boði Fenerbahce í sumar um að finna fyrir sig glæsihús í Tyrklandi.

Mourinho tók við knattspyrnuliði Fenerbahce í sumar en hann kemur til félagsins eftir dvöl hjá Roma.

Fenerbahce bauðst til að leigja risastórt einbýlishús fyrir Mourinho eftir komuna en Portúgalinn hafnaði því.

Mourinho vill einbeita sér algjörlega að fótboltanum og er enn þann dag í dag á hótelinu Four Seasons í Instanbul.

Um er að ræða glæsilegt hótel en Mourinho borgar tæplega 200 þúsund krónur fyrir hverja nótt í sínu herbergi.

Fjölmiðlar í Tyrklandi greina einnig frá því að Mourinho borði sömu máltíðina á hverju kvöldi en hann er reglulegur gestur á veitingastað hótelsins.

Mourinho er einn í Tyrklandi og án fjölskyldunnar en hvort hann kaupi sér hús á næstunni verður að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona