Lauryn Goodman er nafn sem margir eru farnir að kannast við en hún átti í sambandi við knattspyrnumanninn Kyle Walker um tíma.
Walker og Lauryn eiga tvö börn saman en hann hélt allavega tvívegis framhjá eiginkonu sinni, Annie Kilner, með Lauryn.
Enskir miðlar greina nú frá því að Lauryn hafi óttast um eigið öryggi um tíma eftir að hafa lesið skilaboð Annie á spjallforritinu WhatsApp.
Annie er sjálf talin vera að skilja við Walker en hún ber lítið sem ekkert traust til enska landsliðsmannsins og það skiljanlega.
,,Ég vil að hún verði drepin,“ skrifaði Annie á meðal annars en Lauryn sá skilaboðin fyrst í desember á síðasta ári.
Lauryn var ekki lengi að hringja í lögregluna sem gat lítið gert í málinu nema hún myndi leggja fram kæru.
Lauryn var virkilega áhyggjufull eftir að hafa séð þessi ákveðnu skilaboð og óttaðist að Annie gæti mögulega skaðað sig eða börnin.
The Sun tekur fram að Lauryn hafi ekki farið með málið lengra að svo stöddu en hún finnur einnig til með Annie sem hefur þurft að ganga í gegnum ansi erfiða tíma í þessu hjónabandi með Walker.