Gazzetta dello Sport á Ítalíu segir að Massimiliano Allegri sé ofarlega á blaði Manchester United til að taka við ef farið verður í þjálfarabreytingar.
Samkvæmt fréttinni er Allegri líklegur og sérstaklega vegna þess að Sir Alex Ferguson á að hafa lagt nafn hans til.
Ferguson er samkvæmt fréttinni hrifin af Allegri og telur að hann geti leyst þau vandamál sem eru til staðar.
Framtíð Erik ten Hag er í lausu lofti eftir slæma byrjun á tímabilinu en Allegri var síðast með Juventus.
Allegri er sagður klár í því að leysa vandræði og erfiðar stöðu eins og United er í og er hann því talin líklegur verði Ten Hag sparkað út.