Samkvæmt fréttum á Englandi í dag hefur Manchester City áhuga á því að sækja Cole Palmer aftur.
Það fylgir þó fréttinni að Chelsea hafi ekki einn einasta áhuga á að selja.
Chelsea keypti Palmer fyrir rúmu ári frá City og hefur hann gjörsamlega sprungið út.
Í fréttum segir einnig að City sé að skoða Florian Wirts hjá Bayer Leverkusen á miðsvæði sitt.
City þarf þar að berjast við FC Bayern en talið er að þýski landsliðsmaðurinn vilji helst vera áfram í heimalandinu.