Samkvæmt fréttum á Spáni er Manchester United farið að skoða það að kaupa Frenkie de Jong miðjumann Barcelona.
Sport á Spáni segir að Erik ten Hag sé farin að leggja mikla áherslu á það að fá hann.
De Jong hefur í tvö og hálft ár verið orðaður við United en ekki viljað fara frá Barcelona.
Vitað er að Ten Hag hefur mikla trú á De Jong en hvort stjórinn verði enn í starfi í janúar er óvíst.
Þá segir Daily Mail að United sé komið í baráttuna um Benjamin Sesko framherja RB Leipzig.
Sesko fer frá Leipzig næsta sumar en Arsenal reyndi mikið að fá hann í sumar.