Lionel Messi hefur komið mörgum á óvart með nýjustu ummælum sínum um landa sinn Lautaro Martinez.
Messi vill meina að Martinez eigi skilið að vinna Ballon d’Or verðlaunin á árinu en þar er besti leikmaður heims kosinn.
Martinez er Argentínumaður líkt og Messi en hann hefur átt gott ár og kemur til greina í valinu.
Messi þekkir það vel að vinna þessi ágætu verðlaun en hann hefur fagnað sigri í átta sinnum á ferlinum.
,,Hann hefur átt stórkostlegt ár og skoraði í úrslitaleiknum. Hann var markahæstur á Copa America,“ sagði Messi.
,,Hann á Ballon d’Or meira skilið en nokkur annar leikmaður.“
Martinez er leikmaður Inter Milan á Ítalíu og skoraði 24 deildarmörk í 33 leikjum í deild á síðustu leiktíð.