Portúgalinn Ruben Amorim hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Manchester United þar sem Erik ten Hag starfar í dag.
Ten Hag er sagður vera valtur í sessi og hefur fáa leiki til að bjarga starfinu – næsta verkefni liðsins er um helgina.
Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting í Portúgal og hefur oft verið orðaður við stærri félög í Evrópu.
Portúgalskir miðlar segja að Amorim vilji verða arftaki Pep Guardiola hjá Manchester City en hann verður samningslaus næsta sumar.
Guardiola gæti þó skrifað undir eins árs framlengingu en hvort það gerist er óljóst að svo stöddu.
Amorim er mun hrifnari af því að vinna á Etihad frekar en Old Trafford og er til í að bíða þar til Pep stígur til hliðar.