Knattspyrnumaður á þritugsaldri var handtekinn í London á miðvikudag grunaður um að hafa nauðgað konu á hóteli.
Maðurinn var handtekinn á Corinthia hótelinu í London.
Ensk blöð geta ekki nefnt manninn á nafn af lagalegum ástæðum en segir að hann sé landsliðsmaður sem hafi spilað í ensku úrvalsdeildinni.
Konan sem kærir hann fyrir nauðgun segir þau hafa hisst á bar í miðbæ London og farið svo á hótelið þar sem hann hafi nauðgað henni.
Konan kom sér niður í móttöku hótelsins þar sem hún lét vita af þessu meinta broti.
Manninum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu og gengur hann nú laus gegn tryggingu fram í desember þegar lögregla tekur ákvörðun um næstu skref.