Forráðamenn Arsenal eru nokkuð vongóðir um það að halda William Saliba hjá félaginu þrátt fyrir áhuga Real Madrid
Real Madrid er byrjað að sýna Saliba mikinn áhuga og samkvæmt fréttum í Frakklandi látið hann vita af áhuga sínum.
Real Madrid fer yfirleitt sínar leiðir á markaðnum og eiga leikmenn oft erfitt með að hafna félaginu þegar það kemur kallandi.
Saliba er 23 ára miðvörður sem hefur verið frábær með Arsenal síðustu ár.
Forráðamenn félagsins telja enga hættu á því að hann fari enda er hann með langan samning og hefur liðið vel í London.