Það er ekkert grín að dæma hjá stórstjörnunni Cristiano Ronaldo sem er ekki vinsæll á meðal allra í knattspyrnuheiminum.
Það er oft erfitt að eiga við Ronaldo á velli og hvað þá fyrir dómara sem fá reglulega að heyra það í sínum leikjum.
Maður að nafni Said Martinez þekkir vel til Ronaldo en hann er 33 ára gamall og er því töluvert yngri en sá portúgalsi.
Martinez segir að það sé martröð að dæma hjá Ronaldo og að hann hafi eitt sinn látið vel í sér heyra á velli eftir ‘umdeilda dómgæslu’ eins og hann vildi meina.
,,Hann er með gríðarlegt keppnisskap og telur oft að það að hann fái ekki sanngjarna meðferð svo hann kvartar gífurlega mikið,“ sagði Martinez.
,,Við dæmdum tvö mörk af honum eftir skoðun í VAR en hann var enn pirraður þar sem hann taldi að brotið hefði verið á honum í marki andstæðingsins. Þeir voru að tapa þessum leik.“
,,Hann var ekki nema tíu metrum frá mér og sagði við mig: ,,Það er alltaf það sama með ykkur, þið haldið að þið séuð stjörnurnar.“