Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika er liðið varð Íslandsmeistari á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var farið yfir víðan völl í þættinum og enski boltinn meðal annars tekinn fyrir. Þar var rætt um Manchester United og stöðu stjórans Ten Hag, sem endalaust er til umræðu eftir dapurt gengi.
„Hann er bara svo leiðinlegur. Hann hjálpar sér ekki neitt með því að sýna smá lit. Hann er alltaf með sama svipinn, alltaf að hrisa hausinn,“ sagði Ásta áður en Hrafnkell tók til máls.
„Hvað var hann að hugsa í fyrra þegar hann setti upp þenann sixpensara? Ætlaði hann að „rebranda“ sig eitthvað?“ spurði hann.
„Hann hefur kannski séð Eið Smára einhvers staðar,“ skaut Helgi inn í, en Eiður hefur oft skartað glæsilegum sixpensurum í gegnum tíðina.
Umræðan í heild er í spilaranum.