Ruben Amorim ku vera ofarlega á óskalista Manchester United ef félagið ákveður að reka Erik ten Hag.
Frá þessu greina nokkrir fjölmiðlar en Amorim hefur náð mjög góðum árangri með Sporting í Portúgal.
Amorim hefur verið orðaður við þónokkur félög undanfarna mánuði og þar á meðal United síðasta sumar.
Enska félagið ákvað að halda sig við Ten Hag í byrjun tímabils en eftir erfiða byrjun er útlitið ekki gott fyrir þann hollenska.
Bruno Fernandes, fyrirliði United, þekkir Amorim og er hrifinn af hans störfum en miðjumaðurinn var á mála hjá Sporting á sínum tíma.