Erling Haaland verður ekki refsað fyrir að kasta boltanum í höfuð varnarmannsins Gabriel um helgina.
Frá þessu er greint í dag en Haaland er talinn hafa farið yfir strikið í leik Manchester City og Arsenal um helgina.
City jafnaði metin á 98. mínútu í þessum leik og í kjölfarið kastaði Haaland boltanum í Gabriel sem sá ekki hvað átti sér stað til að byrja með.
Enska knattspyrnusambandið og aganefnd þess hefur farið yfir stöðuna og mun ekki refsa norska landsliðsmanninum fyrir hegðunina.
Margir hafa kallað eftir því að Haaland verði dæmdur í bann en engar líkur eru á því að svo stöddu.