fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Aron Einar semur við Al-Gharafa í Katar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2024 12:46

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson hefur samið við lið í úrvalsdeildinni í Katar en Fótbolti.net sagði frá þessu í dag.

Ekki kemur fram á Fótbolta.net um hvaða lið er að ræða en samkvæmt heimildum 433.is er um að ræða Al-Gharafa.

Al-Gharafa leikur í Meistaradeild Asíu en Aron kemur til liðsins frá Þór þar sem hann hafði komið sér í gang eftir meiðsli.

Aron lék áður í mörg ár í Katar þar sem hann lék með Al-Arabi en hefur nú samið við Al-Gharafa sem er eitt af sterkari liðum deildarinnar.

Joselu fyrrum framherji Real Madrid er ein af stjörnum liðsins en þjálfari liðsins er Pedro Martins fyrrum þjálfari Olympiakos.

Aron kom heim í Þór í ágúst og lék síðustu leiki tímabilsins en heldur nú aftur til Katar.

Búist er svo við að Aron Einar komi aftur heim í Þór fyrir næsta tímabil og taki slaginn þá aftur með uppeldisfélaginu sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum