fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Aron Einar semur við Al-Gharafa í Katar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2024 12:46

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson hefur samið við lið í úrvalsdeildinni í Katar en Fótbolti.net sagði frá þessu í dag.

Ekki kemur fram á Fótbolta.net um hvaða lið er að ræða en samkvæmt heimildum 433.is er um að ræða Al-Gharafa.

Al-Gharafa leikur í Meistaradeild Asíu en Aron kemur til liðsins frá Þór þar sem hann hafði komið sér í gang eftir meiðsli.

Aron lék áður í mörg ár í Katar þar sem hann lék með Al-Arabi en hefur nú samið við Al-Gharafa sem er eitt af sterkari liðum deildarinnar.

Joselu fyrrum framherji Real Madrid er ein af stjörnum liðsins en þjálfari liðsins er Pedro Martins fyrrum þjálfari Olympiakos.

Aron kom heim í Þór í ágúst og lék síðustu leiki tímabilsins en heldur nú aftur til Katar.

Búist er svo við að Aron Einar komi aftur heim í Þór fyrir næsta tímabil og taki slaginn þá aftur með uppeldisfélaginu sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona