fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Einlægur Aron: „Það er svolítið erfitt fyrir mig að hlusta á þetta væl í þeim“

433
Sunnudaginn 22. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Pálmarsson, einn fremsti handboltamaður Íslandssögunnar, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is. Þar var farið um víðan völl.

Undanfarið hefur það verið áberandi í fréttum að knattspyrnumenn kvarti undan auknu leikjaálagi. Má nefna Rodri, leikmann Manchester City, og Alisson hjá Liverpool í því samhengi.

„Það er svolítið erfitt fyrir mig að hlusta á þetta væl í þeim. Ég hef verið í miklu álagi þar sem þú æfir ekki neitt milli leikja, þú ert í taktík, sjúkraþjálfun, líkamsræktarsalnum. Og við fáum ekki krónu aukalega, fyrir landsliðin og þetta og hitt. Á meðan hafa þessir gæjar það ágætt bara á að mæta í landsliðið,“ sagði Aron.

video
play-sharp-fill

„Ef þeir eru að fá lítinn bita af kökunni skil ég þá kannski, að þeir vilji stækka hann. Baráttan í handboltanum er reyndar meira um að fá einhvern bita af kökunni.“

Aron segir að ekki megi gleyma að leikmennirnir sjálfir séu ómissandi en að þeir verði einnig að átta sig á þeim forréttindum sem þeir búa við, að fá að spila íþróttina sem þeir elska.

„Íþróttin er ekkert án leikmannanna. Við erum að leggja allt á okkur. Það er flott fólk að vinna í kringum þetta og allt það en þegar þú ert farinn að sjá minni bita af kökunni þá auðvitað skil ég að menn láti í sér heyra.

Það sem þetta gefur þér sem íþróttamanni er svo einstakt, að fá að labba inn á Anfield og þessa velli. Ég er að fá gæsahúð bara við að tala um þetta. Þetta er ómetanlegt, burt séð frá öllum peningum, frægð og kjaftæði. Pældu í því hvað þú ert heppinn að komast í þetta, það eru svo fáir sem fá að gera þetta.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Í gær

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
Hide picture