fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Einlægur Aron: „Það er svolítið erfitt fyrir mig að hlusta á þetta væl í þeim“

433
Sunnudaginn 22. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Pálmarsson, einn fremsti handboltamaður Íslandssögunnar, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is. Þar var farið um víðan völl.

Undanfarið hefur það verið áberandi í fréttum að knattspyrnumenn kvarti undan auknu leikjaálagi. Má nefna Rodri, leikmann Manchester City, og Alisson hjá Liverpool í því samhengi.

„Það er svolítið erfitt fyrir mig að hlusta á þetta væl í þeim. Ég hef verið í miklu álagi þar sem þú æfir ekki neitt milli leikja, þú ert í taktík, sjúkraþjálfun, líkamsræktarsalnum. Og við fáum ekki krónu aukalega, fyrir landsliðin og þetta og hitt. Á meðan hafa þessir gæjar það ágætt bara á að mæta í landsliðið,“ sagði Aron.

video
play-sharp-fill

„Ef þeir eru að fá lítinn bita af kökunni skil ég þá kannski, að þeir vilji stækka hann. Baráttan í handboltanum er reyndar meira um að fá einhvern bita af kökunni.“

Aron segir að ekki megi gleyma að leikmennirnir sjálfir séu ómissandi en að þeir verði einnig að átta sig á þeim forréttindum sem þeir búa við, að fá að spila íþróttina sem þeir elska.

„Íþróttin er ekkert án leikmannanna. Við erum að leggja allt á okkur. Það er flott fólk að vinna í kringum þetta og allt það en þegar þú ert farinn að sjá minni bita af kökunni þá auðvitað skil ég að menn láti í sér heyra.

Það sem þetta gefur þér sem íþróttamanni er svo einstakt, að fá að labba inn á Anfield og þessa velli. Ég er að fá gæsahúð bara við að tala um þetta. Þetta er ómetanlegt, burt séð frá öllum peningum, frægð og kjaftæði. Pældu í því hvað þú ert heppinn að komast í þetta, það eru svo fáir sem fá að gera þetta.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
Hide picture