Stefano Pioli er á leið til Sádí Arabíu og tekur við þjálfun Al-Nassr sem hefur látið Luís Castro fara úr starfi.
Pioli hætti með AC Milan í vor en þurfti að rifta samningi sínum þar enda var hann enn að fá borgað.
Al-Nassr er eitt af stóru liðunum í Sádí Arabíu en Cristiano Ronaldo er stjarna liðsins.
Pioli er í einkaflugvél núna á leið til Riyadh þar sem hann mun skrifa undir samning.
Fyrsti leikru Pioli verður gegn Al-Ettifaq þar sem Steven Gerrard er stjóri liðsins.
🟡🔵✈️ Stefano Pioli, travelling to Riyadh right now to sign in as new Al Nassr head coach.
Deal done, confirmed. ⤵️🇸🇦 https://t.co/5MxCRSAcud
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 18, 2024