

Alfreð Finnbogason er búinn að semja um starfslok við belgíska félagið Eupen en þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Alfreð hefur verið í umræðunni undanfarið en hann ákvað á dögunum að leggja landsliðsskóna á hilluna, 35 ára gamall.
Framherjinn hefur leikið með Eupen undanfarið ár en var fyrir það hjá Lyngby í Danmörku og lék þar undir stjórn Freys Alexanderssonar.
Alfreð hefur komið víða við á ferlinum en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Augsburg í Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár.
Hvað tekur við hjá þessum reynda sóknarmanni er óljóst en hann lék síðast hér heima árið 2010 með Breiðabliki.
Alfreð á að baki leiki fyrir stór lið í Evrópu en nefna má Heerenveen, Real Sociedad og Olympiakos.