

Vestri 0 – 0 Fylkir
Það var engin brjáluð skemmtun í boði í Bestu deild karla í dag er Vestri og Fylkir áttust við í fyrsta leik dagsins.
Um er að ræða tvö lið í harðri fallbaráttu en viðureigninni lauk með markalausu jafntefli á Ísafirði.
Vestri er með 18 stig í 10. sæti deildarinnar, stigi á undan bæði Fylki og HK sem á leik til góða.