

Albert Guðmundsson mun klæðast treyju númer tíu hjá Fiorentina á tímabilinu.
Þetta staðfesti félagið í dag en Albert gekk í raðir ítalska félagsins frá Genoa í sumarglugganum.
Albert er að glíma við smávægileg meiðsli þessa stundina og verður líklega klár eftir landsleikjahlé.
Það er búist við miklu af íslenska landsliðsmanninum hjá Fiorentina en hann er upphaflega lánaður.
Fiorentina þarf svo að kaupa hann næsta sumar og gæti sú upphæð endað í 28 milljónum evra.