
Stuðningsmenn Arsenal hafa fengið slæm tíðindi, en nýjasti leikmaður liðsins er meiddur og verður frá næstu vikurnar.
Um er að ræða miðjumanninn Mikel Merino sem gekk í raðir Arsenal á dögunum frá Real Sociedad.
„Hann meiddist á öxl og það er útlit fyrir að hann verði frá næstu vikurnar. Hann lenti á jörðinni og Gabi ofan á honum,“ útskýrði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, í dag.
Arsenal mætir Brighton í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun og ljóst að Merino þreytir ekki frumraun sína með félaginu þar.