
Orri Steinn Óskarsson er genginn í raðir Real Sociedad. Skiptin hafa legið í loftinu í dag og eru nú staðfest.
Real Sociedad kaupir hinn tvítuga Orra frá FC Kaupmannahöfn á 20 milljónir evra.
Landsliðsframherjinn hefur verið gríðarlega eftirsótur undanfarið og einnig orðaður við Porto og Manchester City.
Orri hafði byrjað tímabilið í Danmörku frábærlega en heldur nú í mun stærri deild.
🎮 FC. 2024/25 season.
🎯 Forward.
9⃣ Orri Óskarsson.
✅ Signing completed🇮🇸 Velkominn, Orri!#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/C76MTvwuuQ
— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024