
Napoli hefur staðfest komu Scott McTominay frá Manchester United. Hann kostar um 25 milljónir punda.
Skoski miðjumaðurinn hefur spilað hjá United allan sinn feril en fékk ekki loforð um reglulegan spiltíma á þessari leiktíð.
Þessi 27 ára gamli leikmaður er því mættur til Ítalíu, þar sem hann reynir fyrir sér í nýju umhverfi.
Napoli er svo að ganga frá kaupum á öðrum skoskum miðjumanni, Billy Gilmour.
Scott is proud to be one of us!
💙 #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeMcTominay pic.twitter.com/eBHjKa49ZO
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) August 30, 2024